Hoppa yfir valmynd
14. desember 2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti Skipti

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Skipti rekur fyrirtæki sem einkum starfa á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.

Innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum.
Innanríkisráðherra heimsótti Skipti á dögunum.

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, greindi ráðherra og fylgdarliði frá helstu þáttum starfseminnar en Skipti rekur fyrirtæki sem starfa einkum á sviði fjarskipta og upplýsingatækni á Íslandi og erlendis. Stærsta fyrirtækið innan Skipta er Síminn en annað dótturfyrirtæki er Míla sem á og rekur fjarskiptakerfi. Fram kom að fyrirtækið hefði í kjölfar stefnumótunarvinnu ákveðið að draga úr eða hætta útrás en leggja megináherslu á fjárfestingar innanlands sérstaklega í svokölluðu ljósneti.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Páll A. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, sögðu frá starfsemi dótturfyrirtækjanna og litið var inní þjónustuver Símans þar sem tugir starfsmanna sinntu viðskiptavinum sem hringdu í þjónustuverið. Auk áðurnefndra dótturfyrirtækja reka Skipti Skjáinn, fyrirtæki á sjónvarpsmarkaði, Radíómiðun, sem býður fjarskiptalausnir fyrir sjávarútvegsgeirann og Sensa sem er þjónustufyrirtæki með sérfræðiþekkingu í netlausnum.

Innanríkisráðherra heimsótti fjarskiptafyrirtækið Skipti ásamt nokkrum samstarfsmönnum í ráðuneytinu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta