Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012:
Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts 2012
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun framlaga til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001 vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2012. Endurskoðunin tekur mið af hækkun ráðstöfunarfjármagns sjóðsins til greiðslu framlaganna.
Heildarúthlutun framlaganna árinu nemur um 2.956,0 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð um 25,5 m.kr. koma til greiðslu í dag, 20. desember.
Tekjujöfnunarframlög 2012
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2012, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna á árinu 2011.
Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur um 1.254,3 m.kr. Um 3/4 hlutar framlaganna komu til greiðslu í október. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð um 318,4 m.kr. koma til greiðslu á morgun, 21. desember.
- Endanleg tekjujöfnunarframlög 2012 (pdf skjal)
Útgjaldajöfnunarframlög 2012
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2012, skv. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi og íbúafjölda í sveitarfélögum 1. desember 2011.
Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár nemur 5.000,0 m.kr. Þar af eru 750,0 m.kr. vegna skólaaksturs úr dreifbýli. Til greiðslu á árinu hafa komið um 3.724,5 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu sem hér segir: Á morgun, 21. desember, koma til greiðslu um 1.100,5 m.kr. Í janúar allt að 175,0 m.kr. vegna íþyngjandi kostnaðar af skólaakstri ú dreifbýli á árinu 2012 umfram tekjur
- Endanleg útgjaldajöfnunarframlög 2012 (pdf skjal)