Hoppa yfir valmynd
27. desember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Móttaka flóttafólks frá Afganistan

Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Móttaka flóttamanna frá Afganistan

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, undirrituðu í dag samning milli velferðarráðuneytisins og Rauða krossins um móttöku og þjónustu við flóttafólk frá Afganistan. Samningurinn felur í sér fjölþætta aðstoð við flóttafólkið, meðal annars við að útvega innbú og fatnað, og umsjón með stuðningsfjölskyldum fyrir flóttafólkið á fyrsta dvalarári þess hér á landi.

Utanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið fjármagna verkefnið. Fólkið er komið til landsins, alls þrjár konur og börn þeirra. Þau eru búsett í Reykjavík. Börnin eru byrjuð í skólum og mæðurnar stunda nám í íslensku.

Þetta er í fyrsta sinn sem tekið er á móti hópi frá Afganistan hér á landi en frá því að flóttamannanefnd var stofnuð árið 1995 hefur verið tekið á móti 13 hópum frá fimm löndum. Flóttamannanefnd starfar í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um móttöku á flóttafólki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta