Hoppa yfir valmynd
28. desember 2012 Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög fá lengri frest til að skila fjárhagsáætlun

Ákveðið hefur verið að veita sveitarfélögum frest til 15. janúar næstkomandi til að skila fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun sem nær til áranna 2014 til 2016. Hefur sveitarfélögum landsins verið tilkynnt um þessa ákvörðun innanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn hafa lokið afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir fyrir 15. desember. Í reglugerð nr. 395/2011 er nánar kveðið á um skil til Hagstofu Íslands með rafrænum hætti og má sjá nánari útlistun á vef Hagstofunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta