Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Bætur almannatrygginga hækka um 3,9%

Tryggingastofnun
Tryggingastofnun ríkisins

Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um hækkanir á greiðslum til lífeyrisþega um áramótin. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,9%. Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar, s.s. umönnunargreiðslur, mæðra- og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót.

Á vef Tryggingastofnunar ríkisins má sjá krónutöluhækkanir í einstökum bótaflokkum. Þar kemur einnig fram að þeir sem eiga inneignir vegna hækkananna sem tóku gildi 1. janúar fá þær greiddar út 9. janúar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta