Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skipun aðgerðahóps um launajafnrétti kynjanna

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. Hópurinn er skipaður til tveggja ára.

Verkefni aðgerðahópsins eru meðal annarra að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafnlaunastaðals og sinna upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja.

Formaður hópsins er Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur. Aðrir sem eiga sæti í hópnum eru:

  • Benedikt Valsson, hagfræðingur, tilnefndur af Samandi íslenskra sveitarfélaga
  • Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands
  • Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Sverrir Jónsson, sérfræðingur, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta