Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Verðlaun fyrir verkefni um forvarnir og heilsueflingu

Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósmynd: Gunnar Sverrisson
Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósmynd: Gunnar Sverrisson

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti Birnu Þórisdóttur verðlaun velferðarráðuneytisins fyrir verkefni á sviði forvarna og heilsueflingar, við slit ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum 4. janúar síðastliðinn.  

Þetta var sextánda ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs af þessu tagi en þær eru haldnar annað hvert ár. Að þessu sinni hlutu fjórar ungar vísindakonur verðlaun fyrir rannsóknarverkefni sín. Birna Þórisdóttir, MSc í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild, hlaut verðlaun velferðarráðuneytisins, til ungs og efnilegs vísindamanns fyrir verkefni á sviði forvarna eða heilsueflingar, fyrir verkefnið „Tengsl mataræðis á fyrsta aldursári við líkamsþyngdarstuðul og ofþyngd sex ára barna.“

Hinir verðlaunahafarnir voru Margrét H. Ögmundsdóttir, doktor við lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, sem hlaut verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Berglind Eva Benediktsdóttir, doktor í lyfjafræði við Lyfjafræðideild, sem hlaut verðlaun úr Þorkelssjóði og Bylgja Hilmarsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur HÍ, sem hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, sem veitt eru af Félagi íslenskra lífeðlisfræðinga.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta