Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

1. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:

1. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Staður og stund: Velferðarráðneytið 09. janúar 2013 kl. 15.00 -16.30
Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Sverrir Jónsson (SVJ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ), Hannes G. Sigurðsson (HGS), Guðlaug Kristjánsdóttir (GK), Maríanna Traustadóttir (MT), Benedikt Valsson (BV), Oddur S. Jakobsson (OSJ) og Birna Hreiðarsdóttir

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir, formaður aðgerðahópsins

Þetta gerðist:

1.            Kynning á fulltrúum í aðgerðahópi

Fundurinn hófst á kynningu á fundarmönnum. Síðan tóku til máls Ingi Valur Jóhannsson og Björg Fenger sem sátu fundinn sem fulltrúar velferðarráðuneytis. Greindi Ingi Valur frá bakgrunni verkefnisins og hvernig fjárhagslegum málefnum þess yrði háttað. Ráðinn yrði starfsmaður sem verði starfsmaður ráðuneytisins að en að öðru leyti eru peningar ekki sérstaklega eyrnamerktir verkefninu.

2.            Starfið framundan

Rætt um starfið framundan og að brátt yrði ráðist í ráðningu starfsmanns.

3.            Verkefni hópsins skv. skipunarbréfi

Formaður hópsins fór yfir verkefni hans skv. skipunarbréfi. Samþykkt var að gerð yrði verkáætlun sem myndi liggja til grundvallar verkefnum aðgerðahópsins. Drög hennar verða lögð fyrir næsta fund.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16.30.

Birna Hreiðarsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta