Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2013 Innviðaráðuneytið

Umsagnarfrestur framlengdur um reglugerð um meðferð eldsneytis við loftför

Frestur til að skila umsögnum um drög að reglugerð um meðferð eldsneytis, geymslu, gæði og áfyllingu loftfara hefur verið lengdur til 12. febrúar en frestur átti að renna út á morgun. Umsagnir óskast sendar á netfangið [email protected].

Nýja reglugerðin mun fella úr gildi reglugerð nr. 282/1980 um eldsneytisáfyllingu loftfara en sú reglugerð er um margt úrelt eða ófullnægjandi þar sem ekki er tekið á fjölmörgum þáttum sem nauðsynlegt er að taka á. Þannig er nú í drögunum kveðið á um áhættustjórnun, ábyrgðaraðila, gæðakerfi, handbækur og verklag, þjálfun starfsmanna, sýnatöku og geymslu þeirra, geymslu gagna og eftirlit. Þá eru ítarlegri ákvæði um flesta aðra þætti sem kveðið var á um í eldri reglum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta