Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

3. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 3. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund:
Velferðarráðneytið, janúar kl. 14.30 -16.00

Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (SA), Maríanna Traustadóttir (ASÍ), Benedikt Valsson (Samband), Oddur S. Jakobsson (KÍ), Sverrir Jónsson (FJR), Sonja Ýr Þorbergsdótir (BSRB), Guðlaug Kristjánsdóttir (BHM) og Birna Hreiðarsdóttir.

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir, formaður aðgerðahópsins
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Þetta gerðist:

1.            Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

Fundargerð síðasta fundar rædd og samþykkt.

2.            Starfsauglýsing

Auglýsing vegna ráðningar starfsmanns. Farið yfir drög að auglýsingu, breytingar gerðar og drög að nýjum texta samþykktur. Formaður sér um að senda drög til allra fundarmanna eftir fundinn og síðan til yfirstjórnar velferðarráðuneytis seinna í dag, en gert er ráð fyrir að auglýsingin birtist laugardaginn 26. jan. með fresti til 12. febr. til að senda inn umsóknir.

3.            Verkefnaáætlun

Drög að verkefnaáætlun. Umræðu um framkomnar breytingartillögur við drög frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 14.30

Birna Hreiðarsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta