Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

10. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneytið – Verið – 3. hæð.
  • Fundartími:      Föstudagur 25. janúar 2013, kl. 10:30 – 12:00

Nefndarmenn:

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara,
  • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Fjarverandi:

  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
  • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra,
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, en FJR hefur ekki enn tilne

Aðrir fundarmenn: Sigurður Helgason ráðgjafi, Gyða Hjartardóttir, Margrét Erlendsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Einar Njálsson.

Fundarefni

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2.      Kynning á þróunarverkefni til að meta þörf fyrir þjónustu.

Ingibjörg Hjaltadóttir kom á fundinn. Hún kynnti þróunarverkefni til þess að forgangsraða í heimaþjónustu og öldrunarþjónustu. Um er að ræða einskonar líkan sem byggir á RAI HC og MAPLe reikniritinu. Markmiðið er að hanna fljótlegt mælitæki sem gefur áreiðanlegar grunnupplýsingar um þjónustuþörf. Leitað verður eftir þátttöku heimaþjónustu Reykjavíkurborgar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við prófun á kerfinu auk þriggja heilbrigðisstofnana/heilsugæslustöðva sem veita heimaþjónustu á landsbyggðinni, Sauðárkróki, Höfn í Hornafirði og Akureyri. Fundarmenn fögnuðu verkefninu. 

3.      Niðurstaða úr könnun Capacent Gallup á högum og líðan eldri borgara.

Sigríður Ólafsdóttir starfsmaður Capacent kom á fundinn. Hún kynnti skýrslu um niðurstöður könnunar á högum og líðan eldri borgara sem fyrirtækið vann fyrir nefndina. Með könnuninni fæst samanburður við stöðu mála samkvæmt samskonar könnun frá 1999 og 2006. Sigríður mun uppfæra skýrsluna miðað við aldurinn 82–87 ár og setj inn yfirlitsmyndir um þróun tekna. Einnig mun hún taka saman fyrir ráðuneytið yfirlit yfir helstu breytingar milli mælinga. 

4.      Sameining vinnuhópa.

Dagskrárliðnum var frestað.

5.      Bókun frá Gísla Páli Pálssyni.

„Gísli Páll formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu lýsir þungum áhyggjum yfir seinagangi við frágang og uppgjör lífeyrisskuldbindinga starfsmanna í B-deild LSR og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga sem vinna hjá aðildarfélögum SFV.

Verði ekki viðhorfsbreyting hjá ríkisvaldinu til málsins blasir við að ekki verði af þessari yfirfærslu. „

6.      Næsti fundur.

Næsti fundur ákveðinn 1. mars. 2013, kl. 10:30 – 12:00.

 

Fundi lauk kl 11:50 /  Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta