Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frestur til að skila ábendingum á grundvelli úttektar á Istanbúl-samningnum til 11. febrúar

Innanríkisráðuneytið lét í haust vinna yfirgripsmikla úttekt á efni Evrópuráðssamnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúl-samningi. Frestur til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum á grundvelli úttektarinnar er til 11. febrúar næstkomandi.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands annaðist úttektina fyrir innanríkisráðuneytið. Markmiðið með úttektinni var að skoða hvernig samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi fellur að íslensku réttarkerfi og hvort breyta þurfi lögum, reglum, framkvæmd, verklagi eða öðru til að tryggja samræmi milli ákvæða samningsins og íslensks réttar.

Istanbúl-samningurinn var undirritaður í mars 2011, meðal annars af fulltrúum Íslands. Hins vegar hefur Tyrkland eitt ríkja fullgilt samninginn, sem tekur fyrst gildi þegar tíu ríki hafa fullgilt hann.

Ábendingar og athugasemdir skal senda á netfangið [email protected] fyrir 11. febrúar nk.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta