Aukin rafræn þjónusta vegna afgreiðslu hjálpartækja og næringarefna
Upplýsingar um afgreiðslu og réttindi einstaklinga um hjálpartæki og næringarefni eru nú aðgengileg rafrænt notendum og seljendum í þjónustugáttum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Því þarf ekki lengur að framvísa samþykkt eða innkaupaheimild frá SÍ fyrir hjálpartækjum og næringarefnum við afgreiðslu hjá seljendum.
Heilbrigðisstarfsmenn munu fljótlega geta sótt um aðgang að sömu upplýsingum í Gagnagátt Sjúkratrygginga eftir því sem við á.
Allar nánari upplýsingar og aðgangur einstaklinga að upplýsingum um réttindi sín (mínar síður) eru á vef Sjúkratrygginga Íslands.