Hoppa yfir valmynd
1. mars 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynningarfundir vegna nýrrar skipulagsreglugerðar

Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Skipulagsstofnun standa fyrir kynningarfundum vegna nýrrar skipulagsreglugerðar á fimm stöðum um landið nú í mars.

Á fundinum munu fulltrúar ráðuneytisins og Skipulagsstofnunar gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir að hver fundur standi í um tvær klukkustundir með kynningu og umræðum og eru allir velkomnir.

Fundirnir verða sem hér segir:

  • Hella, mánudaginn 4. mars kl. 10-12.
  • Akureyri - ath. fundi sem vera átti fimmtudaginn 7. mars er frestað vegna veðurs. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
  • Egilsstaðir, þriðjudaginn 12. mars kl. 10-12.
  • Ísafjörður, miðvikudaginn 13. mars kl. 13-15.
  • Reykjavík, þriðjudaginn 19. mars kl. 13-15.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta