Hoppa yfir valmynd
8. mars 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

5. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 5. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund:
Velferðarráðneytið 8. mars 2013 kl. 13.30 -15.10

Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (SA), Maríanna Traustadóttir (ASÍ), Benedikt Valsson (Samband), Oddur S. Jakobsson (KÍ), Sonja Ýr Þorbergsdótir (BSRB), Guðlaug Kristjánsdóttir (BHM) og Birna Hreiðarsdóttir. Forföll boðuð: Sverrir Jónsson (FJR).

Undir lið 3 sátu fundinn Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Ingi Valur Jóhannsson (VEL) og Gunnar Axel Axelsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir, formaður aðgerðahópsins

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

Samþykkt að bíða með að bera hana upp til næsta fundar.

2.    Kynning BSI á jafnlaunaúttektum á vegum VR

Undir þessum lið mætti á fundinn Árni Kristinsson, forstjóri BSI á Íslandi og Örn Alexandersson, sem vinnur við undirbúning vottunar hjá fyrirtækjum á grundvelli jafnlaunastaðalsins.

Árni sagði að BSI væri útíbú frá BSI í Bretlandi, stæði fyrir British Standards Institute. Að sögn Árna hafði VR samband við fyrirtækið og fór þess á leit að það tæki að sér að fara yfir gögn fyrirtækja sem sæktu um að fá jafnlaunavottun frá VR og leggja fram rökstutt álit til VR hvort fyrirtæki standist kröfur skv. jafnlaunastaðlinum. Í kjölfarið var gengið frá 3ja ára samningi um verkefnið. Starf BSI felst í að fara yfir alla ferla fyrirtækis sem sækir um jafnlaunavottun, ma. hvort það uppfylli ÍSTARF 95, starfaflokkunarkerfi Hagstofunnar, en starfsemi fyrirtækjanna þurfa einnig að falla að öðrum stjórnkerfistöðlum til að uppfylla kröfur. Ekki er þó um beina úttekt að ræða, það er í höndum annarra aðila eða fyrirtækisins sjálfs.

Árni tók fram að BSI væri ekki sjálfstæður vottunaraðili í þessu verkefni þar sem fyrirtækið starfar í umboði VR og er samningurinn við VR grunnskjal um þá þjónustu sem BSI veitir. Núna er vottunarferli nokkurra fyrirtækja að ljúka, en ferlið hófst í byrjun febrúar. Á fjórða þúsund manns vinna í fyrirtækjum sem nú eru að ganga í gegnum vottunarferli á grundvelli staðalsins.

Að sögn Árna er ferill að jafnlaunavottun enn ekki fastmótaður, enda er ekki tekin afstaða til útfærslu á ýmsum þáttum í ferlinu í staðlinum, og sagði Árni að núna væri mögulegt að uppfylla kröfur án mikillar fyrirhafnar. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að þróa faggildingu sem hlutlausa vottunaraðferð taldi Árni það ekki raunhæft að sinni.

Varðandi þróun á beitingu og vottun á grundvelli jafnlaunastaðalsins taldi Árni mikilvægt að hagsmunaaðilar komi saman og geri með sér samkomulag um samstarf og nánari útfærslu á verkefninu. Fram kom það sjónarmið að óeðlilegt væri að VR hafi farið í þetta verkefni svo til um leið og jafnlaunastaðallinn kom út, þar sem ekki lágu fyrir verkferlar við innleiðingu staðalsins. Árni sagðist hafa reynt að koma á samvinnu við formann tækninefndarinnar um gerð staðalsins en ekki haft árangur sem erfiði.

 3.    Ráðning starfsmanns

Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins. Tekin voru viðtöl við 9 umsækjendur, en 10 höfðu verið boðaðir í viðtöl en einn afþakkaði. Nú stæði valið milli þeirra þriggja umsækjenda sem komu best út úr viðtölunum. Stefnt er að því að tekin verði ákvörðun um ráðningu fyrir páska.

4.    Næsti fundur

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 10. apríl nk. kl. 14.30.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.

Birna Hreiðarsdóttir 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta