Hoppa yfir valmynd
8. mars 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2013

Embætti landlæknis - Directorate of helath
Embætti landlæknis

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Lýðheilsusjóði. Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007,  og reglugerð um lýðheilsusjóð, nr. 1260/2011.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna eða afmarkaðra hagnýttra rannsókna.

Áhersla er lögð á að verkefnin séu til eflingar lýðheilsu með áherslu á eftirfarandi þætti: Áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, heilbrigða lifnaðarhætti eða geðrækt. Mikilvægt er að verkefnin hafi raunhæf og skýr markmið.

Stjórn Lýðheilsusjóðs úthlutar úr sjóðnum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. apríl 2013.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta