Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2013
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Lýðheilsusjóði. Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og reglugerð um lýðheilsusjóð, nr. 1260/2011.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna eða afmarkaðra hagnýttra rannsókna.
Áhersla er lögð á að verkefnin séu til eflingar lýðheilsu með áherslu á eftirfarandi þætti: Áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, heilbrigða lifnaðarhætti eða geðrækt. Mikilvægt er að verkefnin hafi raunhæf og skýr markmið.
Stjórn Lýðheilsusjóðs úthlutar úr sjóðnum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. apríl 2013.