Hoppa yfir valmynd
11. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Útboð auglýst á jarðvinnu og heimlögnum vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við jarðvinnu á lóð fangelsis á Hólmsheiði og nýlagnir veitna að henni. Verkinu skal að fullu vera lokið eigi síðar en 15. október 2013 en þó skal skila framkvæmdum innan lóðar fyrr, eða þann 28. júní 2013.

Tillaga Arkís arkiteka að nýju fangelsi.
Nýtt fangelsi mun rísa á Hómsheiði í Reykjavík.

Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum og á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsi í Kópavogi. Þá er og gert ráð fyrir að gæsluvarðhaldsdeild á Litla-Hrauni verði lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun. Stefnt er að því að því að ljúka framkvæmdum og taka bygginguna í notkun vorið 2015.

Útboðsgögn vegna framkvæmda við jarðvinnu og nýlagnir veitna verða til sýnis og sölu á hjá Ríkiskaupum frá og með þriðjudeginum 12. mars næstkomandi. Tilboð verða opnuð 26. mars 2013.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta