Dómnefnd um tvö embætti héraðsdómara skilar umsögn
Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla með síðari breytingum skilað umsögn sinni um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn.
Niðurstaða dómnefndar er að Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sbr. auglýsingu í Lögbirtingablaði 30. janúar 2013. Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, og Þórður Cl. Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og bæjarlögmaður Kópavogs, séu að Kristrúnu frátalinni hæfust til að gegna embætti héraðsdómara og er ekki gert upp á milli hæfni þeirra tveggja til þess.