Hoppa yfir valmynd
27. mars 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands lætur af störfum

Velferðarráðherra hefur að ósk Einars Rafns Haraldssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands, veitt honum lausn frá störfum frá 1. apríl næstkomandi.  Þórhallur Harðarson, fulltrúi forstjóra, hefur verið settur til að gegna starfinu frá sama tíma.

Einar Rafn hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá því að hún var sett á fót með sameiningu sjö heilbrigðisstofnana á Austurlandi árið 1999. Embætti forstjóra verður auglýst á næstu dögum en Þórhallur mun gegna starfinu þar til gengið verður frá skipun í embættið í samræmi við 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta