Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á hafnarreglugerð Þorlákshafnar til umsagnar

Drög að breytingu á hafnarreglugerð Þorlákshafnar eru nú til umsagnar. Unnt er að senda inn athugasemdir til 17. apríl og skulu þær berast á netfangið [email protected]. Reglugerðarbreytingin er í þá veru að framvegis yrði hafnsöguskylda í höfninni fyrir skip að ákveðinni stærð og með tiltekinn farm. Hafnarstjórn Þorlákshafnar hafði frumkvæði að breytingunni.

Rök fyrir þessari breytingu eru fyrst og fremst öryggissjónarmið en talsverð umferð erlendra flutningaskipa er um höfnina og eru dæmi um óhöpp þar sem skip hafa verið án hafnsögumanns. Þeim hefði mátt afstýra með hafnsögumann um borð. Reglugerðarbreytingin tekur til hafnsöguskyldu skipa sem eru lengri en 60 metrar og til skipa sem flytja hættulegan varning. Skulu slík skip taka hafnsögumann um borð við siglingu inn í, út úr eða um höfnina í Þorlákshöfn. Hafnarstjóra er heimilt að veita undanþágu frá því að taka hafnsögumann um borð ef hann metur viðkomandi skipstjóra hæfan til að sigla um hafnarsvæði Þorlákshafnar.

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti samhljóða tillögu hafnarstjórnar um breytinguna á fundi sínum 13. desember 2012 og í framhaldi af því voru meðfylgjandi drög að breytingunni samin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta