Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Opin samkeppni um listskreytingu í fangelsi

Opin samkeppni verður um listskreytingu í fangelsi á Hólmsheiði sem reist verður á næstu misserum og taka á í notkun á árinu 2015. Kynningarfundur um samkeppnina verður haldinn klukkan 17 í dag, miðvikudag, í húsnæði Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16 í Reykjavík.

Teikning fangelsisbyggingar á Hólmsheiði.
Teikning fangelsisbyggingar á Hólmsheiði.

Framkvæmdasýsla ríkisins annast umsjón með samkeppninni fyrir hönd innanríkisráðuneytisins. Skila skal samkeppnistillögum fyrir klukkan 15 föstudaginn 17. maí. Dómnefnd skipa eftirtaldir:

Tilnefnd af verkkaupa eru:

  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneyti, formaður dómnefndar.
  • Guðrún Edda Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.
  • Björn Guðbrandsson, arkitekt / hönnunarstjóri hjá Arkís arkitektum ehf.

Tilnefnd af Listskreytingasjóði eru:

  • Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður
  • Jón Bergmann Kjartansson - Ransu, myndlistarmaður

Ritari dómnefndar er Örn Baldursson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta