Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2013 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um netöryggissveit til umsagnar

Drög að reglugerð um starfsemi netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar eru nú til umsagnar og eru áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsagnir. Unnt er að senda inn athugasemdir til 19. apríl og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar (CERT-ÍS) starfar innan Póst- og fjarskiptastofnunar og starfar samkvæmt fjarskiptalögum nr. 81/2003. Netöryggissveitin er faghópur sem sinnir hlutverki öryggis- og viðbragðsteymis á sviði net- og upplýsingaöryggis. Markmið netöryggissveitarinnar er að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárasa eða hliðstæðra öryggisatvika. Netöryggissveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum. Þá er netöryggissveitinni ætlað að samhæfa viðbrögð og aðgerðir við útbreidd og alvarleg öryggisatvik. Netöryggissveitin er tengiliður íslenskra stjórnvalda í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um viðbrögð og varnir vegna net- og upplýsingaöryggis.

Í reglugerðinni er starfsemi netöryggissveitarinnar skilgreind og útfærð nánar í samræmi við 47. gr. a, laga nr. 81/2003 um fjarskipti, sbr.  8. gr. laga nr. 62/2012 til breytinga á fjarskiptalögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta