Svigrúmið og Sigmundur Davíð
Eftir Össur Skarphéðinsson
Sigmundur Davíð ætlar að búa til 300 milljarða með nauðasamningum við kröfuhafa og nota til að lina þjáningar þeirra sem sitja uppi með stökkbreyttar skuldabyrðar verðtryggðra lána. Sigmundur er í góðu skapi þessi dægrin og á Sprengisandi lofaði hann líka að taka á sinn klakk byrði þeirra sem tóku myntkörfulán, en hafa ekki fengið næga úrlausn. Aldrei er að vita hvað honum tækist með góðra manna hjálp.
Sjálfur er hann kominn með nýjan sið og hættur við að „rýja“ kröfuhafana eins og Jón Steinsson kallar það, og segir réttilega að ríkið hafi tæki til að ná við þá samningum. Hann vill bara ekki að nokkur nema hann noti þau. En hver bjó til þessi tæki? Hvar var þá Sigmundur sjálfur? Var hann fylgjandi því að tækin, sem skapa nú þrýstinginn á kröfuhafana, yrðu búin til? Nei, hann var það ekki. - Þessi tæki, sem eru forsenda svigrúms í samningum við kröfuhafa, bjó núverandi stjórnarmeirihluti á Alþingi til með því að framlengja gjaldeyrishöftin án tímamarka og með því að fella í mars á sl. ári gjaldeyriseign þrotabúa föllnu bankana líka undir höftin.
Í þeirri stöðu eiga kröfuhafarnir þann grænstan að taka hugsanlegu tilboði stjórnvalda eða horfa á eftir þrotabúum gömlu bankanna í gjaldþrot og sjá þá allt sitt fé læst niður alllengur en lyst þeirra stendur til. Samningaleiðin, sem Sigmundur er nú orðinn sammála ríkisstjórninni um, er að sönnu harkaleg. En hún er fullkomlega boðleg miðað við efnahagsstöðuna og aðdraganda máls.
Það er hins vegar athyglisvert að þegar í harðbakkann sló treysti Sigmundur sér ekki til að taka þátt í að smíða þessi tæki. Hann og Framsókn studdu ekki framlengingu gjaldeyrishaftanna fyrr en í annarri atrennu. Sigmundur sat hjá með sínu liði. Stjórnarandstaðan notaði stöðu sína við þinglok á sínum tíma til að koma í veg fyrir að gjaldeyrishöftin yrðu í fyrstu atrennu framlengd lengur en til 2013. Það styrkti stöðu kröfuhafanna og veikti verulega stöðu Seðlabankans til að vinda ofan af snjóhengjunni. Í seinni atrennunni tókst að koma vitinu fyrir stjórnarandstöðuna. Þá loks náðist sú sterka staða gagnvart nauðasamningum sem nú er komin upp fyrir atbeina stjórnarmeirihlutans á Alþingi.
Þegar stjórnarmeirihlutinn lagði svo til að gjaldeyriseign búanna félli undir höftin, sem var algjört lykilatriði, þá sat Framsókn aftur hjá á Alþingi. Hún treysti sér semsagt ekki til að styðja ákvörðun um að bú bankanna færu undir höftin. Í dag er það þó önnur meginforsenda þess að hægt verði að skapa svigrúmið fræga með samningum. Í þeim slag var brynja Framsóknar tómlætið eitt.
Hitt er rétt, að það fjárhagslega svigrúm sem ríkisstjórnin ætlaði sér að skapa í fyllingu tímans með þessari aðferð átti að fara í að greiða niður skuldir ríkisins, og hugsanlega í að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og tryggja þannig örugg og ódýr húsnæðislán til framtíðar. Sú aðgerð að nýta umrætt fjárhagslegt svigrúm til að treysta fjárhagslega stöðu ríkisins dregur úr þenslu til framtíðar og vinnur gegn áframhaldandi verðbólgu. Hinu er ég líka sammála, að við eigum óloknu verki gagnvart þeim fjölskyldum sem hafa horft á eignarhlut í heimilum sínum brenna upp í gengishruni - og þær gátu ekki séð fyrir.
Þeir sem vilja nota til þess verks svigrúmið fræga verða að hafa í huga að verulegur hluti af því mun felast í krónueign sem gæti komið í hlut ríkisins, og jafngilti seðlaprentun að koma henni út í hagkerfið. Ætli Sigmundur að fara þá leið, þá verður samhliða að grípa til ráðstafana sem til lengri tíma vinna gegn þenslu og tryggja þannig að sá ávinningur fórnarlamba hrunsins brenni ekki á nýju verðbólgubáli. Það er ekki hægt nema flytja inn þann stöðugleika sem felst í að taka upp evruna. Leið Sigmundar er því ekki fær, nema ganga í Evrópusambandið og opna þannig leið til að taka upp evruna. Það endatafl er ég til í að ræða.
Það verður líka að horfast í augu við þá spurningu, hvort það sé ábyrgt að lofa fólki úrlausn á grundvelli svigrúms, sem enn er fugl í skógi? Höfum hugfast að það getur tekið langan tíma að fanga þann fugl og koma í hús. Slitastjórnir og ráðgjafar sem hafa prívathagsmuni af því að nauðasamningar taki sem lengstan tíma munu finna hvert fótakeflið á fætur öðru til að velta á allar götur sem liggja til samninga. Lagaskrúbbið á samningunum eitt og sér, þegar þeir eru í höfn, gæti þar að auki tekið fast að ári til viðbótar. Trúir eðli sínu og yfirboðurum er heldur ekki ósennilegt að lagakrókamenn á vegum einhverra kröfuhafa muni neyta allra ráða til að tefja feril máls með lögsóknum.
Samningaleiðin, eins og Sigmundur vill núna fara, felur þar að auki í sér að opinber aðili þarf að kaupa bankana af kröfuhöfum, og selja þá síðar á markaði til að innleysa a.m.k. hluta af þeim hagnaði sem Sigmundur ætlar að hafa af gerningnum. Það mun væntanlega þurfa að gerast í áföngum og lengir því enn tímann þangað til fuglinn í skóginum verður hugsanlega höndum tekinn - og svigrúmið skapað. Varla ætlar Framsókn að fara að hætti pólitískra feðra sinna og selja það nýjum S-hópi, eða mönnum í teinóttum jakkafötum eins og síðast?
Punctum saliens er því að það er algerlega óvíst hvenær hægt er að innleysa svigrúmið sem næst með nauðasamningunum. Allt eins líklegt er að það verði ekki fyrr en eftir nokkur ár - jafnvel ekki fyrr en kjörtímabilið er á enda. Kemur þá að spurningu til Sigmundar: Er þá ekki betra að hefja ferðalagið með því að fara skjótvirkari leið, sem felur samt í sér að kröfuhafarnir eru teknir með inn í fjármögnun á aðgerðum til bjargar heimilum landsins? Hún gæti falist í því að skattleggja ofsagróða bankanna, sem kröfuhafarnir eiga að stærstum hluta, og höfðu á síðasta ári næstum 70 milljarða samanlagt í hagnað.
Þessi leið tryggir fjármögnun strax til að kosta aðgerðir fyrir verst settu skuldarana sem keyptu húsnæði með verðtryggðum lánum á bóluárunum fyrir hrun. Bankarnir eru að stórum hluta í eigu kröfuhafanna og þetta er því í raun aðeins önnur leið til að nýta það svigrúm sem verður til í samningum við þá - en hún er fljótvirkari, öruggari, og er ekki fugl í skógi. Hún virkar strax. Ef enn er féskylft til verksins þegar nauðasamningum lýkur í fyllingu tímans er hægt að sækja í svigrúmið. Ef ekki, þá gætum við Sigmundur líklega orðið sammála um að hugsanlegt svigrúm rynni til að lækka árlega vaxtabyrði ríkisins með því að greiða niður skuldir þess, eða/og sömuleiðis, að endurfjármagna Íbúðalánasjóð til að gera honum fært að lána ódýr og örugg lán inn í framtíðina. Þar með væri líka gengið frá kosningavíxli Framsóknar síðan 2003.
Höfundur er utanríkisráðherra
Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. apríl 2013.
I.
Sjálfur er hann kominn með nýjan sið og hættur við að „rýja“ kröfuhafana eins og Jón Steinsson kallar það, og segir réttilega að ríkið hafi tæki til að ná við þá samningum. Hann vill bara ekki að nokkur nema hann noti þau. En hver bjó til þessi tæki? Hvar var þá Sigmundur sjálfur? Var hann fylgjandi því að tækin, sem skapa nú þrýstinginn á kröfuhafana, yrðu búin til? Nei, hann var það ekki. - Þessi tæki, sem eru forsenda svigrúms í samningum við kröfuhafa, bjó núverandi stjórnarmeirihluti á Alþingi til með því að framlengja gjaldeyrishöftin án tímamarka og með því að fella í mars á sl. ári gjaldeyriseign þrotabúa föllnu bankana líka undir höftin.
II.
Í þeirri stöðu eiga kröfuhafarnir þann grænstan að taka hugsanlegu tilboði stjórnvalda eða horfa á eftir þrotabúum gömlu bankanna í gjaldþrot og sjá þá allt sitt fé læst niður alllengur en lyst þeirra stendur til. Samningaleiðin, sem Sigmundur er nú orðinn sammála ríkisstjórninni um, er að sönnu harkaleg. En hún er fullkomlega boðleg miðað við efnahagsstöðuna og aðdraganda máls.
III.
Það er hins vegar athyglisvert að þegar í harðbakkann sló treysti Sigmundur sér ekki til að taka þátt í að smíða þessi tæki. Hann og Framsókn studdu ekki framlengingu gjaldeyrishaftanna fyrr en í annarri atrennu. Sigmundur sat hjá með sínu liði. Stjórnarandstaðan notaði stöðu sína við þinglok á sínum tíma til að koma í veg fyrir að gjaldeyrishöftin yrðu í fyrstu atrennu framlengd lengur en til 2013. Það styrkti stöðu kröfuhafanna og veikti verulega stöðu Seðlabankans til að vinda ofan af snjóhengjunni. Í seinni atrennunni tókst að koma vitinu fyrir stjórnarandstöðuna. Þá loks náðist sú sterka staða gagnvart nauðasamningum sem nú er komin upp fyrir atbeina stjórnarmeirihlutans á Alþingi.
IV.
Þegar stjórnarmeirihlutinn lagði svo til að gjaldeyriseign búanna félli undir höftin, sem var algjört lykilatriði, þá sat Framsókn aftur hjá á Alþingi. Hún treysti sér semsagt ekki til að styðja ákvörðun um að bú bankanna færu undir höftin. Í dag er það þó önnur meginforsenda þess að hægt verði að skapa svigrúmið fræga með samningum. Í þeim slag var brynja Framsóknar tómlætið eitt.
V.
Hitt er rétt, að það fjárhagslega svigrúm sem ríkisstjórnin ætlaði sér að skapa í fyllingu tímans með þessari aðferð átti að fara í að greiða niður skuldir ríkisins, og hugsanlega í að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og tryggja þannig örugg og ódýr húsnæðislán til framtíðar. Sú aðgerð að nýta umrætt fjárhagslegt svigrúm til að treysta fjárhagslega stöðu ríkisins dregur úr þenslu til framtíðar og vinnur gegn áframhaldandi verðbólgu. Hinu er ég líka sammála, að við eigum óloknu verki gagnvart þeim fjölskyldum sem hafa horft á eignarhlut í heimilum sínum brenna upp í gengishruni - og þær gátu ekki séð fyrir.
VI.
Þeir sem vilja nota til þess verks svigrúmið fræga verða að hafa í huga að verulegur hluti af því mun felast í krónueign sem gæti komið í hlut ríkisins, og jafngilti seðlaprentun að koma henni út í hagkerfið. Ætli Sigmundur að fara þá leið, þá verður samhliða að grípa til ráðstafana sem til lengri tíma vinna gegn þenslu og tryggja þannig að sá ávinningur fórnarlamba hrunsins brenni ekki á nýju verðbólgubáli. Það er ekki hægt nema flytja inn þann stöðugleika sem felst í að taka upp evruna. Leið Sigmundar er því ekki fær, nema ganga í Evrópusambandið og opna þannig leið til að taka upp evruna. Það endatafl er ég til í að ræða.
VII.
Það verður líka að horfast í augu við þá spurningu, hvort það sé ábyrgt að lofa fólki úrlausn á grundvelli svigrúms, sem enn er fugl í skógi? Höfum hugfast að það getur tekið langan tíma að fanga þann fugl og koma í hús. Slitastjórnir og ráðgjafar sem hafa prívathagsmuni af því að nauðasamningar taki sem lengstan tíma munu finna hvert fótakeflið á fætur öðru til að velta á allar götur sem liggja til samninga. Lagaskrúbbið á samningunum eitt og sér, þegar þeir eru í höfn, gæti þar að auki tekið fast að ári til viðbótar. Trúir eðli sínu og yfirboðurum er heldur ekki ósennilegt að lagakrókamenn á vegum einhverra kröfuhafa muni neyta allra ráða til að tefja feril máls með lögsóknum.
VIII.
Samningaleiðin, eins og Sigmundur vill núna fara, felur þar að auki í sér að opinber aðili þarf að kaupa bankana af kröfuhöfum, og selja þá síðar á markaði til að innleysa a.m.k. hluta af þeim hagnaði sem Sigmundur ætlar að hafa af gerningnum. Það mun væntanlega þurfa að gerast í áföngum og lengir því enn tímann þangað til fuglinn í skóginum verður hugsanlega höndum tekinn - og svigrúmið skapað. Varla ætlar Framsókn að fara að hætti pólitískra feðra sinna og selja það nýjum S-hópi, eða mönnum í teinóttum jakkafötum eins og síðast?
IX.
Punctum saliens er því að það er algerlega óvíst hvenær hægt er að innleysa svigrúmið sem næst með nauðasamningunum. Allt eins líklegt er að það verði ekki fyrr en eftir nokkur ár - jafnvel ekki fyrr en kjörtímabilið er á enda. Kemur þá að spurningu til Sigmundar: Er þá ekki betra að hefja ferðalagið með því að fara skjótvirkari leið, sem felur samt í sér að kröfuhafarnir eru teknir með inn í fjármögnun á aðgerðum til bjargar heimilum landsins? Hún gæti falist í því að skattleggja ofsagróða bankanna, sem kröfuhafarnir eiga að stærstum hluta, og höfðu á síðasta ári næstum 70 milljarða samanlagt í hagnað.
X.
Þessi leið tryggir fjármögnun strax til að kosta aðgerðir fyrir verst settu skuldarana sem keyptu húsnæði með verðtryggðum lánum á bóluárunum fyrir hrun. Bankarnir eru að stórum hluta í eigu kröfuhafanna og þetta er því í raun aðeins önnur leið til að nýta það svigrúm sem verður til í samningum við þá - en hún er fljótvirkari, öruggari, og er ekki fugl í skógi. Hún virkar strax. Ef enn er féskylft til verksins þegar nauðasamningum lýkur í fyllingu tímans er hægt að sækja í svigrúmið. Ef ekki, þá gætum við Sigmundur líklega orðið sammála um að hugsanlegt svigrúm rynni til að lækka árlega vaxtabyrði ríkisins með því að greiða niður skuldir þess, eða/og sömuleiðis, að endurfjármagna Íbúðalánasjóð til að gera honum fært að lána ódýr og örugg lán inn í framtíðina. Þar með væri líka gengið frá kosningavíxli Framsóknar síðan 2003.
Höfundur er utanríkisráðherra
Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. apríl 2013.