Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um tannlækningar barna samþykktur

Bætt tannheilsa
Bætt tannheilsa

Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands (TÍ) um barnatannlækningar var samþykktur með 90% greiddra atkvæða á fundi félagsins í gær. Frá þessu er greint á vef TÍ. Samningurinn tekur gildi 15. maí næstkomandi. 

Samningurinn var undirritaður 11. apríl síðastliðinn með fyrirvara um samþykki félagsfundar TÍ. Samkvæmt frétt á vef TÍ var félagsfundurinn óvenju fjölmennur. Tannlæknar eru almennt ánægðir með samninginn og þá kjarabót sem hann hefur í för með sér fyrir barnafjölskyldur“ segir í fréttinni.

Liðið er 21 ár frá því að síðast var gerður heildstæður samningur um tannlækningar en sá samningur rann út í árslok 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta