Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði í nýju kerfi
Sjúkratryggingar Íslands hafa boðið lyfsölum aðild að samningi um dreifingu lyfjakostnaðar vegna greiðsluerfiðleika. Samkvæmt honum munu einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum. Kostnaðardreifingin verður einstaklingum að kostnaðarlausu. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi þann 4. maí nk.