Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Utanríkisráðuneytið

Stuðningur við Barnahjálp SÞ í Sýrlandi og neyðarsjóð SÞ í Mósambík vegna flóða

Utanríkisráðuneytið hefur veitt 10,6 milljón króna framlag til Barnahjálpar SÞ (UNICEF) vegna viðvarandi átaka í Sýrlandi og hrikalegra afleiðinga þeirra fyrir börn á flótta. Kemur framlagið til viðbótar framlagi sem veitt var í byrjun árs 2013.

Í skýrslu sem UNICEF gaf nýverið út kemur fram að börn líða mest fyrir átökin og er aðstæður þeirra hörmulegar. Ríflega fjórar milljónir Sýrlendinga, sem búa enn í landinu, hafa orðið fyrir barðinu á átökunum þar af er um 3,1 milljón barna. Tvær milljónir Sýrlendinga til viðbótar hafa hrakist brott og er talið að 800.000 börn séu þar á meðal. Ríflega hálf milljón barnanna er í nágrannalöndunum, langflest í Jórdaníu. Þau hafa orðið fyrir alvarlegum mannréttindabrotum, s.s. limlestingu, kynferðislegu ofbeldi, pyndingum og varðhaldi auk þess sem reynt er að þjálfa þau til þátttöku í átökunum.

Viðtökulöndin berjast í bökkum við að sinna flóttafólkinu og þurfa á stuðningi alþjóðastofnana að halda. UNICEF hefur kallað eftir 195 milljónum bandaríkjadala til að mæta brýnustu þörfum barnanna en einungis um helmingi þess fjár hefur verið lofað. Ef ekki kemur til viðbótarframlaga neyðist stofnunin til að draga úr stuðningi við þau sem m.a. miðar að því að tryggja þeim aðgang að hreinu vatni auk heilbrigðis og bráðaþjónustu.

Jafnframt hefur utanríkisráðuneytið veitt 6 milljóna króna framlag í neyðarsjóðSÞ vegna flóða í Mósambík, en Mósambík er eitt af samstarfslöndum Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Fellibylur og úrhellisrigningar hafa aukið tjón af völdum flóða sem hófust í sunnanverðri Afríku í október 2012 líf hundruð þúsunda íbúa í Mósambík hafa raskast og margir hafa þurft að flýja heimili sín. Áætlað er að þörf sé fyrir yfir 30 milljónir dollara til neyðaraðstoðar næstu mánuði til að bjarga mannslífum og lina þjáningar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta