Reglubundin allsherjarúttekt á stöðu mannréttinda í Genf
Ísland tók þátt í 16. fundi reglubundinnar allsherjarúttektar á stöðu mannréttinda í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf. Að þessu sinni voru 14 ríki tekin fyrir og farið yfir stöðu mannréttinda í hverju og einu. Þátttaka Íslands byggðist á því að koma með munnleg tilmæli og/eða ráðleggingar fyrir fjögur ríki; Grænhöfðaeyjar, Kólumbíu, Kanada og Rússlands.
Þessi fjögur ríki urðu fyrir valinu vegna tengsla Íslands við ríkin; þróunarsamvinnu, fríverslun og/eða aðra sameiginlega hagsmuni. Tilmælin beina meðal annars sjónum að ofbeldi gegn konum, ofbeldi gegn börnum, vernd barna, réttindum samkynhneigðra og kynjajafnrétti sem og hvað varðar réttindi verkafólks í Kólumbíu.