Hoppa yfir valmynd
15. maí 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um tannlækningar barna tekur gildi í dag

Samningur Sjúkratrygginga Íslands við Tannlæknafélag Íslands um tannlækningar barna tekur gildi í dag.

Við gildistöku samningsins tekur hann til barna 15 ára til og með 17 ára, þann 1. september nk. tekur hann til 12 ára til og með 17 ára auk þriggja ára barna. Á hverju ári eftir það bætast við tveir árgangar þar til hann tekur til allra barna 0-18 ára.

Samningurinn felur í sér að börnin fá alla nauðsynlega almenna tannlæknaþjónustu og greiða aðeins fast komugjald, sem er 2.500 kr. einu sinni ári.

Samningurinn gildir frá 15. maí 2013 til aprílloka 2019

Nánari upplýsingar um samninginn

                       

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta