Hoppa yfir valmynd
22. maí 2013 Dómsmálaráðuneytið

Um skýrslu nefndar Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum

Nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum heimsótti Ísland í september 2012 í reglulegri úttekt hennar í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum sem Ísland er aðili að. Stjórnvöld telja mikilvægt að skoða vel ábendingar og tilmæli eftirlitsaðila á borð við umrædda  nefnd og munu gefa sér tíma til þess að vinna greinargerð til nefndarinnar sem birt verður samhliða skýslu hennar í samræmi við ákvæði samningsins. Ljóst er að leiðrétta þarf nokkur atriði í skýrslunni sem stjórnvöld munu benda á í greinargerð sinni.

Ísland er eitt þeirra ríkja sem lengst líður á milli heimsókna nefndarinnar en átta ár eru liðin frá síðustu heimsókn. Nefndin heimsækir tíðar önnur ríki þar sem ríkari þörf er talin á aðhaldi og eftirliti með framkvæmd, sum þeirra á hverju ári.

Þegar nefndin hefur á fundi sínum samþykkt skýrslu vegna heimsóknar til ríkis er viðkomandi stjórnvöldum send skýrslan. Þá er stjórnvöldum gefið rúm til þess að skila nefndinni greinargerð vegna skýrslunnar og bregðast við athugasemdum, tilmælum og frekari beiðni um upplýsingar sem  nefndin fjallar um á fundi sínum. Í framhaldinu er skýrsla nefndarinnar gerð opinber.

Íslenskum stjórnvöldum barst í mars skýrsla nefndarinnar eftir heimsókn hennar síðastliðið haust og vinnur nú að greinargerð vegna hennar. Í þessu skyni hafa fulltrúar viðkomandi stofnana og ráðuneyta fundað með innanríkisráðuneytinu en stjórnvöldum ber að afhenda nefndinni greinargerð sína sex mánuðum eftir að hún er send til stjórnvalda.

Hér má finna hlekk á síðu Íslands hjá nefndinni, allar fyrri skýrslur CPT og viðbrögð við þeim.

Hér má nálgast fyrri skýrslur pyntinganefndarinnar og annarra nefnda til Íslands.

Hér má nálgast skýrslur Íslands til mannréttindanefnda, m.a. viðbrögð við CPT

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta