Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum.
Með vísan til 65. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar nr. 473/2013, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á smjöri og ostum fyrir tímabilið 1. júlí 2013 til 30. júní 2014.
Tollskrárnr: | Vara | Tímabil | Vörumagn | Verðtollur | Magntollur |
a) | kg | % | kr./kg. | ||
0405.xxxx | Smjör og önnur fita | 01.07.13 - 30.06.14 | 53.000 | 0 | 359 |
b) | Ostur og ystingur: | 119.000 | |||
0406.1011 | Skyr með viðbættum sykri eða sætiefni | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 255 | |
0406.1019 | Annað skyr | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 255 | |
0406.1090 | Annað | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 255 | |
0406.2000 | Hvers konar rifinn eða mulinn ostur | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 255 | |
0406.3000 | Fullunninn ostur, órifinn eða ómulinn | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 191 | |
0406.4000 | Gráðostur | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 293 | |
0406.9000 | Annar ostur | 01.07.13 - 30.06.14 | 0 | 286 |
Úthlutun er ekki framseljanleg. Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt reglugerð nr. 448/2012, um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.
Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, skal leita tilboða í tollkvóta vörunnar. Tilboð skulu ráða úthlutun.
Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, að Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, bréflega eða á [email protected], fyrir kl. 15:00 föstudaginn 31. maí 2013.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. maí 2013