Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Utanríkisráðuneytið

Gunnar Bragi Sveinsson nýr utanríkisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson tekur við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr hendi Össurar Skarphéðinssonar.

Nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Norðvestur kjördæmis,  tók í dag við embætti af Össuri Skarphéðinssyni, sem gengt hefur embætti utanríkisráðherra frá 1. febrúar 2009.  

Gunnar Bragi er fæddur árið 1968. Hann hefur setið á Alþingi frá 2009 og verið formaður þingflokks framsóknarmanna frá sama tíma. Sat  í utanríkismálanefnd 2011-2013, iðnaðarnefnd 2009-2011 og þingskapanefnd 2011-2013. Gunnar Bragi var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999. Hefur auk þess sinnt ýmsum störfum, m.a. sem framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, verslunarstjóri og ritstjóri.

Maki Gunnars Braga er Elva Björk Guðmundsdóttir, húsmóðir, og eiga þau fimm syni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta