Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi kerfisáætlun Landsnets hf.

Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var þann 21. maí sl. úrskurðað í máli UMH12120081 vegna stjórnsýslukæru Ólafs Valssonar og Sifjar Konráðsdóttur frá 14. desember 2012. Í málinu var kærð ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 13. nóvember 2012 um að kerfisáætlun Landsnets hf. skv. raforkulögum nr. 65/2003 félli ekki undir 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Eins og fram kemur í úrskurðarorði var niðurstaða ráðuneytisins sú að kerfisáætlun Landsnets hf. 2012-2016 félli undir gildissvið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Var hin kærða ákvörðun Skipulagsstofnunar því felld úr gildi. Hægt er að nálgast úrskurðinn í heild sinni á urskurdir.is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta