Hoppa yfir valmynd
28. maí 2013 Utanríkisráðuneytið

Áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi 2013-2016

Ályktun 1325 fjallar um konur, frið og öryggi
Gefin hefur verð út endurskoðuð framkvæmdaáætlun um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Ályktunin kveður m.a. á um að ríki móti framkvæmdaáætlun um markmið hennar og var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að gera slíka áætlun árið 2008. Nýja áætlunin gildir til ársins 2016.  

Í þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á alþingi í mars 2013, er jafnrétti kynjanna bæði þverlægt og sértækt málefni. Þar er jafnframt kveðið á um framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi í öllu starfi Íslands í þágu friðar og friðaruppbyggingar. Framkvæmdaáætlun Íslands, fyrir tímabilið 2013-2016 byggir niðurstöðum endurmatsins auk þess sem litið er til reynslu annarra ríkja. Hún tekur mið af tillögum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um samræmi í skýrslugerð aðildarríkja og byggist á fjórum stoðum og fjórum meginmarkmiðum: 1. Fræðslu og málsvarastarfi 2. Þátttöku, 3. Fyrirbyggjandi starfi, vernd, aðstoð og endurhæfingu og 4. Samstarfi og samráði.  Þá er með nýrri áætlun lögð aukin áhersla á aðgerðir, eftirfylgni og árangur.  

Framkvæmdaáætlun Íslands um ályktun 1325 (pdf)
UTN-KonurFridurOryggi_2013-2016
UTN-KonurFridurOryggi_2013-2016

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta