Hoppa yfir valmynd
28. maí 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra afhendir Menntaskólanum að Laugarvatni Grænfánann

Grænfáninn afhentur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Menntaskólanum að Laugarvatni Grænfánann svokallaða, sl. laugardag. Þetta var fyrsta embættisverk nýs ráðherra sem sjálfur útskrifaðist frá Laugarvatni árið 1982.

Menntaskólinn að Laugarvatni flaggar nú Grænfánanum í annað sinn en fáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir umhverfisstarf og stefnu í umhverfismálum. Viðurkenningin er veitt þeim skólum sem taka þátt í verkefninu Skólum á grænni grein (Eco-Schools) sem Landvernd rekur með stuðningi frá stjórnvöldum. Þátttökuskólar þurfa að hafa stigið sjö skilgreind skref í umhverfismálum til að geta sótt um Grænfánann sem er alla jafna veittur til tveggja ára í senn. Sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Sjö framhaldsskólar á Íslandi taka þátt í verkefninu og þar af flagga fjórir skólar Grænfánanum.  Menntaskólinn að Laugarvatni hóf þátttöku árið 2008 og hefur umhverfisstarf skólans stöðugt eflst frá upphafi.

Það var Jóna Björk Jónsdóttir, náttúruvísindakennari og formaður umhverfisnefndar skólans sem veitti grænfánanum viðtöku fyrir hönd skólans.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta