Hoppa yfir valmynd
29. maí 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fundað vegna olíuslyss í Bláfjöllum

Frá fundinum.
Frá fundinum.

Nýlegt olíuslys á vatnsverndarsvæði í Bláfjöllum var efni fundar sem haldinn var í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í dag. Um var að ræða upplýsingafund þar sem farið var yfir hvernig bregðast skuli við slysinu og hvaða lærdóm draga megi af því.

Á fundinum voru auk fulltrúa ráðuneytisins fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.  

Fundurinn var í alla staði gagnlegur og höfðu fundarmenn tækifæri til að koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum varðandi umgengni, reglur á vatnsverndarsvæðinu og framtíðarsýn. Þá viðruðu menn ólíkar skoðanir á því hvernig bregðast megi við í því skyni að koma í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig.

Í framhaldi fundarins mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samvinnu við Umhverfisstofnun fara yfir þær ábendingar sem fram komu á fundinum og meta hvort ástæða sé til að bregðast sérstaklega við, m.a.  með tilliti til laga og reglna, verkferla og forvarna. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta