Hoppa yfir valmynd
29. maí 2013 Utanríkisráðuneytið

Samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum

Að gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið upplýsa að samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum.

Króatía verður ekki sjálfkrafa aðili að EES-samningnum við aðild að ESB hinn 1. júlí nk., heldur þarf að semja um skilmála og skilyrði fyrir aðild að EES.

Af þessu leiðir að EES-samningurinn mun ekki gilda um króatíska ríkisborgara fyrr en viðræðum er lokið og samningur um aðild að EES hefur tekið gildi. Þetta þýðir einnig að réttindi Íslendinga skv. EES samningnum gilda ekki gagnvart Króatíu fyrr en að því loknu.

Þess skal og getið að gera má ráð fyrir að samningurinn muni, í líkingu við fyrri samninga af sama tagi, innihalda ákvæði um heimild íslenskra stjórnvalda til að fresta tímabundið gildistöku regluverks EES um frjálsa för fólks. Slíkt ákvæði er einnig að finna í samningi Króatíu um aðild að ESB.

Gera má ráð fyrir að þessu ferli ljúki fyrir lok þessa árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta