Hoppa yfir valmynd
3. júní 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsækir ríkislögreglustjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag ásamt fylgdarliði og er það fyrsta stofnun sem heyrir undir málasvið ráðuneytisins sem ráðherra heimsækir. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og kynnti starfsemi embættisins.

Innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag.
Innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag.

Hjá embætti ríkislögreglustjóra starfa liðlega 100 manns og er því skipt í þrjár meginstoðir sem ná yfir rekstrarsvið, stjórnsýslu og síðan löggæslu og öryggi. Ríkislögreglustjóraembættið fer með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra.

Á fundi ráðherra með ríkislögreglustjóra minnti ráðherra meðal annars á ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem snýr að því að efla skuli löggæsluna. Sagði ráðherra ríkisstjórnina ákveðna í að hrinda því í framkvæmd.

Ríkislögreglustjóri og innanríkisráðherra voru sammála um að taka þyrfti sameiginlega á því verkefni og lögðu þau áherslu á gott og náið samstarf sín á milli varðandi málefni löggæslunnar.

Innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag ásamt fylgdarliði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta