Hoppa yfir valmynd
4. júní 2013 Utanríkisráðuneytið

Útskrift úr Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna

Nemendur í Jafnréttisskóla

Hinn 31. maí sl. útskrifuðust átta nemendur frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, fimm konur og þrír karlar. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar nemendur sem Háskóli SÞ, en skólinn varð hluti af neti skóla Háskóla SÞ hinn 9. maí sl.  Alþjóðlegi jafnréttisskólinn hefur starfað frá janúar 2009 þegar honum var komið á fót með samningi milli utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands. Skólinn var upphaflega starfræktur sem tilraunaverkefni með það að markmiði að verða síðar hluti af tengslaneti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og er byggður á sömu hugmyndafræði og aðrir skólar Háskóla SÞ.

Við útskriftina flutti Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða - og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins ávarp þar sem hann óskaði nemendum skólans til hamingju með áfangann, en nemendurnir komu frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu. Enn fremur óskaði hann forsvarsmönnum skólans til hamingju með það mikilvæga skref sem nýlega var stigið þegar Alþjóðlegi jafnréttisskólinn varð formlega hluti af neti skóla HSÞ á Íslandi.
Hér á landi starfa nú fjórir skólar sem Háskólar SÞ og er starfsemi þeirra liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Hann hefur að markmiði að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum sem starfa að jafnréttismálum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum.

Ávarp Hermanns Arnar Ingólfssonar við útskriftina

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta