Hoppa yfir valmynd
11. júní 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði hvergi lægri en á Íslandi

Ungbarn
Ungbarn

Ný samanburðarrannsókn á heilsu þungaðra kvenna og nýfæddra barna í Evrópu sýnir að burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði er hvergi lægri en á Íslandi. 

Könnunin er gerð af Europeristat og í skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar eru teknir saman gæðavísar fyrir heilsu- og heilbrigðisþjónustu við þungaðar konur og nýfædd börn þeirra.

Norðurlandaþjóðirnar eru allar með góða heilbrigðisþjónustu við konur á meðgöngu, við fæðingu og á sængurlegutíma, en Ísland er þar í farabroddi. Niðurstöðurnar sýna að dauðsföll og heilsubrestur á burðarmálstíma, þ.e. á meðgöngu, í fæðingu og á sængurlegutíma, er ennþá vandamál í Evrópu. 

Fram kemur að frjósemi kvenna á Íslandi er 2,2 börn á hverja konu sem er hæst í Evrópu og mun meiri frjósemi en annars staðar á Norðurlöndunum. Tíðni fjölburafæðinga er fremur lág hér, eða 14,3 á hverjar 1.000 fæðingar, sem er svipað og annars staðar á Norðurlöndunum. Þá reyndist tíðni keisaraskurða á Íslandi vera lægst í Evrópu árið 2010, eða 14,8%. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta