Hoppa yfir valmynd
11. júní 2013 Innviðaráðuneytið

Ísland fær vottun á flugverndarráðstöfunum

David Gordner, fulltrúi Transportation Security Administration (TSA) í Bandaríkjunum, afhenti á dögunum fulltrúum Flugmálastjórnar Íslands að viðstöddum fulltrúum innanríkisráðuneytisins, formlegt vottunarskjal eða staðfestingu á að þær flugverndarráðstafanir sem Ísland hefur innleitt og viðhafðar eru við farm- og póstflutninga með flugi hér á landi séu sambærilegar flugverndarráðstöfunum sem viðhafðar eru í Bandaríkjunum.

Vottunarferlið hefur verið unnið í nánu samstarfi við TSA undanfarið ár. Sem liður í vottunarferlinu fóru eftirlitsmenn TSA m.a. yfir flugverndaráætlun Íslands og framkvæmdu í úttekt á Íslandi í febrúar á þessu ári þar sem TSA gerði ítarlega úttekt á framleiðendum farms, þjónustuaðilum sem meðhöndla farm og flugrekendum sem flytja farm frá Íslandi.

Vottunin felur í sér að þeir sem meðhöndla og flytja frakt frá Íslandi með flugi til Bandaríkjanna þurfa ekki lengur að viðhafa sérstakar flugverndarráðstafanir að kröfu TSA til viðbótar við þær Evrópu-kröfur sem Ísland hefur innleitt og Flugmálastjórn Íslands hefur eftirlit með. Ferlið er þannig einfaldað verulega sem flýtir fyrir flugverndarráðstöfunum sem aðilar þurfa að viðhafa á farmi og pósti sem sendur er með flugi til Bamdaríkjanna. Vottunin ætti því að tryggja þeim sem senda farm eða póst, meðhöndla eða flytja til Bamdaríkjanna betri samkeppnisstöðu en ella.

Vottunin er sambærileg þeirri sem TSA veitti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þann 1. júní 2012 sjá hér.

Flugmálastjórn fær vottun TSA í Bandaríkjunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta