Hoppa yfir valmynd
12. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Framtíðarþing um farsæla öldrun. Niðurstöður og tillögur

Þann 7. mars 2013 var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þingið var samstarfsverkefni Öldrunarráðs Íslands, Landsambands eldri borgara, Öldrunarfræðafélags Íslands, Velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga, Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og Iðjuþjálfafélags Íslands. Aðdragandi fundarins var Evrópuár um virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna árið 2012 hjá Evrópusambandinu en í kjölfarið var ákveðið að efna til þingsins og ræða og móta framtíðarsýn með farsæla öldrun að leiðarljósi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta