Hoppa yfir valmynd
27. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Leiðir að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Á vinnustað
Á vinnustað

Vinnuhópur sem falið var að fjalla um leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.

Ákvörðunin um að fela vinnuhópi þetta verkefni byggist á
24. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þar sem kveðið er á um að atvinnurekendur skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Í ákvæðinu segir að slíkar ráðstafanir skuli meðal annars auka sveigjanleika í skipulagningu vinnu og vinnutíma og einnig að starfsfólki sé auðvledað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi frá vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.
 

Tillögur vinnuhópsins til ráðherra eru í tíu liðum og snúa í fyrsta lagi að ríki og sveitarfélögum, í öðru lagi að atvinnulífinu, fyrirtækjum og stofnunum, í þriðja lagi fela þær í sér tillögur um fræðslu og vitundarvakningu í samfélaginu og leiðir til að miðla upplýsingum um þessi mál og loks eru tillögur um frekari greiningu á þörfum og vilja launafólks og atvinnurekenda sem lúta að samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs.

Í vinnuhópnum sátu fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Kvenréttindafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Femínistafélagi Íslands.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta