Hoppa yfir valmynd
27. júní 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Sir Michael Marmot fyrirlesari á ráðstefnu um lýðheilsumál á morgun

Sir Michael Marmot
Sir Michael Marmot

Sir Michael Marmot verður aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Áhrifaþættir á heilsu og vellíðan – frá rannsóknum til aðgerða sem verður haldin  í Háskólanum í Reykjavík á morgun, 28. júní kl. 9.00–15:00 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin í minningu dr. Guðjóns Magnússonar prófessors.

Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur á síðustu árum lagt ríka áherslu á greiningu á félagslegum áhrifaþáttum heilbrigðis. Tilgangur þess er m.a. að meta hvort heilsufar sé ólíkt milli félagshópa eða með öðrum orðum að meta ójöfnuð til heilsu og finna leiðir til úrbóta. Sir Michael Marmot, prófessor og yfirmaður stofnunar um heilsujöfnuð (Institute of Health Equity) hefur leitt vinnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á þessu sviði og er nú ráðgjafi stjórnvalda víða um heim.

Á ráðstefnunni munu erlendir og íslenskir sérfræðingar fjalla um leiðir til að stuðla að betri heilsu og vellíðan. Þar verða einnig kynntar nýjar niðurstöður Embættis Landlæknis um heilsu og ójöfnuð á Íslandi. Það er því ástæða til að hvetja allt áhugafólk um lýðheilsu og betra samfélag að gefa sér tíma til að sitja ráðstefnuna og taka þátt í umræðunni.

Dagskrá ráðstefnunnar:

8:30 – Skráning

9:00 – Setning - Guðjóns Magnússonar minnst, Geir Gunnlaugsson, landlæknir

Ávarp heilbrigðisráðherra. Kristján Þór Júlíusson.

9:30 Fair Society, Healthy Lives. Sir Michael Marmot, prófessor við University College London og forstjóri Institute of Health Equity.

10:30 Kaffi

11:00 Importance of wellbeing - and how to enhance it. Felicia Huppert, prófessor og forstjóri The Well-being Institute við Cambridgeháskóla.

12:00 – Hádegisverður

13:00 Heilsa og vellíðan Íslendinga eftir félags- og efnahagsstöðu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis.

13:30 Rannsóknir, stefnumótun, starf á vettvangi: Þríeyki í þágu ungs fólks. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík og Columbia háskóla í New York.

13:50 Heilsuborgin – lýðheilsa í borgarumhverfi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur.

14:10 Velferðarvaktin. Ingibjörg Broddadóttir, sérfræðingur, velferðarráðuneytinu.

14:25 Stefnumótun og áætlanagerð: erum við að gera það sem við segjumst ætla að gera? Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur, forsætisráðuneytinu.

14:40 Samantekt og umræður

15:00 – Ráðstefnuslit

Dagskrá (PDF)

Þátttökugjald er 3900 krónur, innifalið er morgunhressing og hádegisverður. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir föstudaginn 21. júní með því að senda tölvupóst með viðfangsefninu „Marmot" á netfangið: [email protected]

Sjá meira um ráðstefnuna á Facebook


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta