Samningalota 24-28. júní 2013
Samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum (TiSA) var haldin í Genf dagana 24-28. júní 2013. Þetta er fyrsta lotan eftir að yfirlýsing þátttökuríkjanna var gefin út í júní sl. um að samningaviðræður væru formlega hafnar.
Til umræðu í lotunni voru megintexti samningsins auk viðauka alþjóðlega sjóflutninga, upplýsinga- og fjarskiptatækni (ICT), innlendar reglur (Domestic Regulation), för þjónustuveitenda (Mode 4) og fjármálaþjónustu.
Fulltrúar samtaka skipaeigenda í alþjóðasjóflutningum (ICS/ECSA) höfðu stutta kynningu á hagsmunum sínum. Gæta þeir hagsmuna fyrirtækja sem annast 85% allra skipaflutninga í heiminum. Frumkvæði þessa fundar kom frá Norðmönnum í því skyni að undirstrika mikilvægi þess að auka frelsi í þjónustu tengdri sjóflutningum. Sjóflutningar eru ekki hluti af GATS samningnum.