Átta sækja um þrjú embætti dómara við héraðsdóma
Þrjú embætti héraðsdómara voru auglýst laus til umsóknar 6. júní síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 28. júní. Eitt embættið er við héraðdóm Vestfjarða og tvö við héraðsdóm Reykjavíkur.
Fimm sóttu um embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða:
- Arnaldur Hjartarson aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands
- Hrannar Már S. Hafberg, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skipaðrar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
- Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara (í leyfi)
- Sigurður Jónsson, hrl.
- Unnsteinn Örn Elvarsson, hdl.
Sex sóttu um tvö embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur:
- Hrannar Már S. Hafberg, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skipaðrar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
- Nanna Magnadóttir, aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu
- Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara (í leyfi)
- Sigríður Hjaltested, aðstoðarsaksóknari kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- Unnsteinn Örn Elvarsson, hdl.
- Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaður Kópavogs
Umsóknir verða sendar dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara sem mun taka þær til meðferðar, skv. 3. mgr. 12. gr. sbr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla.