Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Kristján Sverrisson skipaður forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Kristján Sverrisson
Kristján Sverrisson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sverrisson forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands að undangengnu mati hæfnisnefndar. Alls voru fjórtán umsækjendur um stöðuna. 

Niðurstaða hæfnisnefndar var að þrír úr hópi umsækjendanna væru hæfastir til að gegna stöðu forstjóra og var Kristján einn þeirra. Hæfnisnefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja þrír fulltrúar með þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu. Engan má skipta til starfa nema hæfnisnefndin hafi talið hann hæfan.

Kristján er með BA próf í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði þar einnig nám í rússnesku og kennslu og uppeldisfræðum á árunum 1980-1983 og í viðskiptafræði við sama skóla 1977-1979. Kristján hefur starfað í lyfjaiðnaðinum, bæði hérlendis og erlendis, meðal annars sem framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome ehf. á Íslandi 1997-1999, markaðsstjóri hjá GlaxoSmithKline í Svíþjóð 2002-2003 og forstjóri hjá Balcanpharmasamstæðunnar í Búlgaríu 2003-2004. Á árunum 2003 – 2005 starfaði Kristján hjá Actavis að sölu og markaðsmálum, m.a. að þróun og innleiðingu alþjóðlegrqar markaðsstefnu fyrirtækisins. Kristján stofnaði eigið fyrirtæki í janúar 2006; Aspirata OOD í Búlgaríu. Frá árinu 2006 hefur hann verið framkvæmdastjóri B.G. Global Services Ltd. sem sinnir alhliða Internetþjónustu við lyfjabúðir.

Aðrir umsækjendur um stöðu forstjóra voru:

Alexander Björgvin Þórisson
Birgir Guðjónsson
Bóas Valdórsson
Daði Einarsson
Elís Reynarsson
Guðmundur Gylfi Guðmundsson
Gunnar Alexander Ólafsson
Helgi Sæmundur Helgason
Kristján Eiríksson
Már Karlsson
Telma Sveinsdóttir
Valbjörn Steingrímsson
Þórarinn Dúi Gunnarsson


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta