Afhenti trúnaðarbréf hjá Sameinu þjóðunum í Vínarborg
Auðunn Atlason, sendiherra, afhenti í gær, 30. júlí Yuri Fedotov, aðalframkvæmdastjóra Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands.
Fastanefnd Íslands í Vín fer með fyrirsvar Íslands innan Skrifstofa SÞ í borginni þ.m.t. hjá Eiturlyfja- og glæpastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Office on Drugs and Crime, UNODC). Innan UNODC er farið með framkvæmd mikilvægra samninga sen Ísland er aðili að s.s. Samning Sameinuðu þjóðanna gegn glæpum þvert á landamæri (United Nations Convention against Transnational Organised Crime, UNTOC) og Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu (United Nations Convention against Corruption, UNCAC)
Fastanefndin fer einnig með fyrirsvar Íslands innan Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (International Atomic Energy Agency, IAEA) og Undirbúningsstofnunar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (Comprehensive Test Ban Treaty Organisation, CTBTO) auk þess að vera tvíhliða sendiráð gagnvart Austurríki. Loks eru fjögur ESB-ríki í umdæmi sendiráðsins (Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía og Slóvenía) og tvö ríki á Balkanskaga (Makedonía og Bosnía-Hersegovína).
Fréttatilkynning UNOV um afhendinguna.