Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra fundaði með dómsmálaráðherra Noregs um útlendingamál

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í síðustu viku fund með Grete Faremo, dómsmálaraðherra Noregs. Megintilefni heimsóknar innanríkisráðherra til Noregs var að fræðast um löggjöf þar í landi á sviði útlendingamála og það skipulag og verklag sem Norðmenn hafa komið sér upp í málaflokknum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.
Á fundi ráðherranna var farið yfir þær áskoranir sem Norðmenn standa frammi fyrir á sviði útlendingamála. Um tíu þúsund manns sóttu um hæli í Noregi á síðasta ári, frá meira en eitt hundrað löndum. Fjölda einstaklinga var veitt dvalarleyfi á árinu 2012, svo sem vegna fjölskyldusameiningar eða atvinnu, en alls var um 35 þúsund manns veitt leyfi til dvalar í Noregi á síðasta ári. Ráðherrarnir ræddu einnig um þann árangur sem Norðmenn hafa náð varðandi málsmeðferðartíma hælisumsókna.
 
Þá fundaði ráðherrann ásamt öðrum starfsmönnum ráðuneytisins með helstu stjórnendum Útlendingastofnunar Noregs (UDI) auk þess sem hún kynnti sér starfsemi móttökumiðstöðvar fyrir hælisleitendur.
 
Nú þegar er hafin vinna í innanríkisráðuneytinu sem snýr að því að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna, skýra og einfalda verklagsreglur, reglugerðir og eftir atvikum lög og má vænta frekari kynningar á málinu er líða fer á haustið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta