Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2013 Forsætisráðuneytið

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila

Forsætisráðherra hefur í dag skipað eftirtalda aðila í sérfræðingahópa um skuldavanda heimila í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í lok júní síðastliðinn.

Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs:

  • Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, formaður.
  • Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
  • Einar Hugi Bjarnason, hrl.
  • Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.
  • Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum:

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl, formaður 
  • Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Helga Hlín Hákonardóttir, hdl.
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármálaverkfræðingur
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta