Utanríkisráðherra skipar nýja stjórn Íslandsstofu
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Íslandsstofu en hana skipa sjö einstaklingar sem valdir eru til þriggja ára í senn. Utanríkisráðherra skipar fjóra stjórnarmenn eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar. Stjórnin endurspeglar þannig hið breiða samstarf sem er um Íslandsstofu.
Formaður stjórnar Íslandsstofu er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. Aðrir í stjórn eru: Ásta Björg Pálmadóttir, sveitastjóri í Skagafirði, Baldvin Jónsson, sendiráðsfulltrúi, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri Bláa demantsins og Svavar Svavarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar HB Granda.
Í varastjórn eru: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölumála hjá Þorbirni hf., Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri WOW ferða, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Radisson BLU Hótels Sögu, Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Marels.